FJÖLBÝLISHÚS - VÍÐIHLÍÐ 1-3
Sept 2022 til Desember 2024
Tvö fjölbýlishús með 6 íbúðum hvert. Samtals 12 íbúðir.
Upplýsingar um hverja einingu:
Birt flatarmál 605 m2
Brúttórúmmál: 1900 m3
Áætlað virði: 600-800 M.ISK
Umfang: Þróun og alverktaka
Staða: Í vinnslu
SAMSTARFSAÐILAR
BATTERÍIÐ ARKITEKTAR EHF.
Batteríið arkitektar ehf. er skapandi þekkingarfyrirtæki með yfir 30 ára
reynslu og sérþekkingu á sviði byggðaskipulags og mannvirkjahönnunar.
Fyrirtækið var stofnað 1988 og er rekið sem einkahlutafélag í eigu sex hluthafa. Fyrirtækið er skipað vel menntuðu starfsfólki, samhentri og hæfri liðsheild með mikinn faglegan metnað.
Sérstaða og meginstyrkur fyrirtækisins felst í yfirgripsmikilli þekkingu á aðlögun mannvirkja að náttúru- og veðurfari og mótun vinnuumhverfis m.t.t. vinnuverndar og vinnuvistfræði. Markmið okkar er að öll verk fyrirtækisins beri merki þessarar sérstöðu og séu í samræmi við stefnu fyrirtækisins.
Einnig er vert að benda á að Batteríið hefur séð um að hönnun ný miðbæjar á Selfossi og móta og ljúka aðal- og deiliskipulagi fyrir Ölduhverfi inn við Hrafnagil.
ÝMIRRÁÐGJÖF EHF.
Ýmir ráðgjöf ehf. er verkfræðistofa sem sérhæfir sig við þjónustu við minni og meðalstóra aðlia. Verkfræðistofan hefur það að markmiði að sinna verkefnum viðskiptavina sinn af metnaði.
Ýmir hefir mikla reynslu af því að hanna og útfæra bæði steypt- og timburmannvirki í samstafi við erlenda framleiðnendur og arkitekta.