ÖLDUHVERFI
2019 - Opið
Jörðin Kroppur liggur að Hrafnagilshverfi þar sem aðal þéttbýli sveitarfélagsins hefur byggst upp í landi sveitarfélagsins. Þar er öll þjónusta sveitarfélagsins: Leik-, grunn- og tónlistarskóli, íþróttahús og sundlaug ásamt með skrifstofu sveitarfélagsins. Þar við bætist félagsheimilið Laugarborg og þar og í húsnæði sveitarfélagsins er aðstaða til margskonar félagsstarfs og samkomuhalds.
Einnig er stutt í Kristnes þar sem ýmiss þjónusta tengd sjúkrahúsinu á Akureyri hefur verið í uppbyggingu. Það er því mögulegt að frekari uppbygging í nánd við Hrafnagil geti nýst þeim sem kunna að sækja sér þjónustu á Kristnes í framtíðinni.
Það er því kjörið að reisa nýtt 212 íbúða hverfi á þessum stað við hlið Hrafnagilshverfis, í göngufæri við þjónustu sveitarfélagsins og með góða og greiða tengingu við Akureyri með þjóðvegi og göngu- og hjólastíg.